Hvert lok og yfirbreiðsla er sérsniðið eftir máli

Fjarðarbólstrun leggur mikið upp úr vöruþróun sem hefur skilað fyrstaflokks vöru við íslenskar aðstæður

Erum búin að vera í rekstri rúmlega 35 ár.

Árið 1995 hóf Fjarðarbólstrun að hanna og framleiða yfirbreiðslur á heita potta.

Fjarðarbólstrun leggur mikið upp úr vöruþróun sem hefur skilað fyrstaflokks vöru við íslenskar aðstæður.

Einangrunarlok:

Stöðluðu lokin frá okkur eru úr 24 kg pressaðri Polystyrene einangrun sem eru 10 cm þykk við löm í 7 cm við brún potts og hafa því 3ja cm vatnshalla. Við löm loksins eru settar álskúffur til styrkingar á lokinu. Öll lok eru afgreidd með festingum og hægt er að velja á milli þriggja mismundandi tegunda.

Við framleiðum lokin, þykkari, þynnri, minni eða með meiri pressu allt eftir þínum óskum.

Yfirbreiðslur:

Yfirbreiðslur henta vel þar sem ekki er stöðugt vant í pottinum. Yfirbreiðslur eru ýmist úr pvc fínmöskvuðu neti eða pvc dúk, á yfirbreiðsluna eru settir álprófílar sem leggjast á brún pottsins og varna því að yfirbreiðslan falli ofan í pottinn. Yfirbreiðslurnar varna því að potturinn fyllist af ryki og óhreinindum ásamt því að tryggja öryggi

Viðgerðir

Við tökum að okkur að gera við allar gerðir af lokum þegar við höfum metið ástand þess. Mjög hjálplegt getur verið að fá myndir sendar sem útskýra málin frekar.

Hvernig mælum við fyrir loki

Hvaða verkfæri þarf ég

Til að mæla fyrir nýju loki er þá þarf að vera með við höndina málband, blýant og blað.

önnur verkfæri

Ef potturinn hefur rúnuð horn er einnig gott að hafa vinkil við höndina til að mæla radíusinn á lokinu.

Skref 1

Ef ytra byrði pottsins hefur brún sem potturinn situr á þá getur þú valið hvort svuntan liggur niður að brúninni eða niður fyrir hana.

Skref 2

Mæla stærð loksins, Þvert yfirlokið , skrifa það niður

Skref 3

Mæling á radíus horna , notaðu vinkil til að mæla það. Hver er svuntu síddin. Mæla það og skrifa það niður

Myndir af okkar lokum

Öll lok eru sérsmiðuð eftir máli

  • Allt
  • Ferkantað
  • Kringlótt
  • Sexkantað
  • Áttkantað
Ferkantað
Ferkantað